Nýbyggt hús í Súluhöfða

Húsið var í byggingu þegar ég fékk það verkefni að sjá um alla innanhússhönnun. Alltaf gleðilegt að fá verkefnin þegar hægt er að breyta innra skipulagi og var það aðeins gert í þessu verkefni.

Lagt var upp með að láta þetta fallega útsýni frá gólfsíðum gluggunum njóta sín sem best. Eldhúsrýmið hannað með Arrital innréttingunum sem njóta sín vel í þessu fallega rými og var þessi djúp vínrauði litur fyrir valinu á eyjunni á móti mjúkum dekkri tón í háu innréttingunum. Í baðherbergjunum var sleginn svipaður litatónn sem tóna svo aftur vel við hreinlætistækin sem eru með mjúkan sandlit.

Allar flísar koma frá Agli Árnasyni, kom einstaklega vel út að nota þær í gegnum allt húsið á gólfinu og poppa skemmtilega upp með sömu tegund en mynstraðar í mjúkum lit á arin og veggþykkkingu inná baði. Hljóðdúkur er notaður á móti breytilegum viðar stærðum í plönkum meðfram gluggunum í aðal rýminu. Lýsingin er einnig hönnuð af innanhússarkitekt, þar sem litlir spy kastarar eru notaðir á móti stærri ljósum sem gefa mýkt og fyllingu fyrir rýmið.