Fjallalind

Aðal hæðin í húsinu var öll tekin í gegn. Hljóðdúkur settur í allt loftið og hljóðdempandi trérimlar notaðir til að ná fram góðri hljóðvist þar sem stór veggur var tekin út og eldhúsrýmið opnað inní stofu/borðstofurýmið. Einnig voru forstofuveggir teknir og forstofan látin ganga inn með gangi og inní aðalrýmið.  Stórar flísar settar á allt gólfið enda hljóðvistin orðin góð. Eldhúsinnrétting og Baðinnrétting frá Ítölunum í Arrital. Ceramic borðplötur 12mm þykkar fá að njóta sýn bæði á eldhúsi og baði. Samspil með jarðliti og áferðir einkenna þetta verkefni og skapar það þægilega og rómantíska stemmingu.
Ljósmyndari: Rakel Ósk Sigurðardóttir