Eldhúsrými – Í  Skugga hverfi

Glæsiíbúð í Skugga hverfinu er komin með luxus eldhúsrýi sem hæfir íbúðinni. Falleg eikin í grábrúnum hlýjum lit á móti sandlituðum skápunum sem prýða eyjuna á vel við þarna. Auðvitað er það keramik platan, sem minnir á gosösku, sem rammar þetta inn. Led strippa komið fyrir á bak við fallegu glerskápana, flæðir birtu niður keramikplötuna sem er á veggnum sem gerir skemmtilega stemmingu. Vaskurinn er sérsmíði úr keramik áfastur borðplötunni.