Hönnunar Studio

Hönnun á Stúdíóinu okkar í Bríetartúni.

Katrín Ísfeld Hönnunar Studio, er studio sem tekur að sér innanhússhönnun heimila, fyrirtækja og gistirýma (hótela og Gistiheimila). Einnig erum við með innflutning á ítölskum hágæða  innréttingum og erum við með einkaleifi á þeim frá fyrirtækinu www.arrital.com

Hjá okkur fást þessar fögru innréttingar teiknaðar og innfluttar.

Hér starfa Innanhússarkitektar og grafískur hönnuður sem er í samstarfi með þau verkefni þar sem að nauðsynlegt er að hafa aðkomu grafísks hönnuðar til þess að verkefnin nái þeim markmiðum sem þeim er ætlað. Ómar Örn Sigurðsson, sér um grafíska hönnun á okkar verkefnum. Er hann með yfir 20 ára reynslu í bransanum og hefur komið að fjölda verkefna af öllum stærðargráðum. Ómar er með skrifstofu í Síðumúlanum og einnig með annan fótinn hér hjá okkur.

Hér í Hönnunar Studio má sjá fallega hönnun á lýsingu, litum, merkingum á rúðum, speglum, gardínum, listaverkum og flottu ítölsku innréttingarnar sem eiga stóran sess hér á gólfinu hjá okkur.

Verið velkomin.