Íbúð í Skuggahverfi

Íbúð í Skugganum með flottasta útsýnið. Öll hönnun miðaðist út frá því að halda léttleika í gegnum rýmið. Hafa húsgögnin færri en flottari til að skyggja ekki á útsýnið. Niðurtekna loftið í eldhúsinu kom mjög vel út þar sem raufin eftir því endilöngu er látin ganga út um endann og marmaraflísarnar á veggjum halda í þennan bjarta flotta léttleika sem íbúðin hefur.